Vígsluguðsþjónusta að Esjubergi í samvinnu við sögufélagið Steina
Sunnudagurinn 20. júní kl. 14

Myndasmiður: Arna Grétarsdóttir

Vígsluguðsþjónusta kl. 14 við keltneskt útialtari að Esjubergi, Kjalarnesi. Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands vígir útialtarið, sr. Hans Guðberg Alfreðsson, prófastur Kjalarnesprófastsdæmis lýsir vígslu og þjóna ásamt sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarpresti Reynivallaprestakalls og sr. Ragnheiði Jónsdóttur, sóknarpresti Mosfellsprestakalls. Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir formaður sögufélagsins Steina flytur ávarp. Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar organista.

Kaffiveitingar verða í boði Sögufélagsins Steina og sóknarnefndar Brautarholtskirkju.
Rými er fyrir nokkra bíla við útialtarið. Vegarslóði er slæmur yfirferðar. Hægt verður að leggja við afleggjarann að útialtarinu, á framkvæmdarsvæði Vegagerðar, og ganga að því, 0,7 km. Ath. klæðnað eftir veðri. Engin salernisaðstaða er á staðnum.
Verið hjartanlega velkomin!

Bogi Benediktsson

18. júní 2021 09:00

Deildu með vinum þínum