Hlé verður gert á safnaðarstarfi Lágafellssóknar vegna ástandsins í þjóðfélaginu næstu 3 vikurnar. Æskulýðsstarf, foreldramorgnar, kórastarf og páskahelgihald fellur niður í kirkjunni en verður auglýst sérstaklega ef það verður á netinu. Undantekningin á þessu verða fermingar næstu helgi sem voru fyrirhugaðar en í samráði við foreldra- og forráðamenn fermingarbarna þá verður fermt í smærri og fleiri athöfnum um helgina. Allra ítrustu sóttvarna verður gætt.

Prestar kirkjunnar hafa svo samband við foreldra fermingarbarna varðandi skref & úfærslur í næstu athöfnum.

Farið vel með ykkur og gerum þetta saman!

Bogi Benediktsson

25. mars 2021 11:47

Deildu með vinum þínum