Sumarið 2021 verður í boði 4 vikur af sumarnámskeiði fyrir börn 6 – 9 ára krakka (1. – 4. bekkur, fædd 2012-2015). Við í Lágafellssókn viljum því auglýsa eftir áhugasömum leiðtoga í þetta tímabundna sumarstarf. Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára að aldri, æskilegast er ef viðkomandi hafi starfsreynslu eða áhuga á að vinna með börnum- og unglingum. Við ráðningu er gerð krafa um að einstaklingar mæti á skyndihjálparnámskeið sem verður skipulagt fyrir starfsfólk þegar nánar dregur sumri. Gert er ráð fyrir að skyndihjálparnámskeiðið verði haldið að kvöldi eða part af degi.

Námskeiðin verða starfrækt að safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, 270 Mosfellsbæ.
Vinnutími starfsfólks verður á bilinu kl. 8:30 – 16:30. Námskeiðin verða eins og hér segir:

Vika 1: 14. – 18. júní (frí 17. júní)
Vika 2: 21. – 25. júní
Vika 3: 9. – 13. ágúst
Vika 4: 16. – 20. ágúst

Hver vika inniheldur gleði, ferðalög frá starfsstöð í nærumhverfi eða með strætó, söngur, ævintýri og leikir! Stjórnandi á námskeiðinum verður Bogi Benediktsson, æskulýðsfulltrúi. Umsóknarfrestur er út mars mánuð og með umsókn skal fylgja ferilskrá, umsóknarbréf og samþykki fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá sent sem viðhengi. Gerð er krafa um skimum á sakavottorði við ráðningu eða framvísun á sakavottorði við umsókn sbr 10. gr. æskulýðslaga nr. 70/2007 – eyðublað er hægt að nálgast hér til að fylla út. Nánari upplýsingar veitir Bogi æskulýðsfulltrúi: bogi@lagafellskirkja.is s: 6906766 & arndis@lagafellskirkja.is en umsóknir sendast á lagafellskirkja@lagafellskirkja.is

Bogi Benediktsson

1. mars 2021 09:00

Deildu með vinum þínum