Hægt og róglega byrjum  við að  fá til okkar fólk í kirkjurnar. Meðan sóttvarnarreglur eru eins og nú notum við tímann til að bjóða fermingarbörnum og foreldrum þeirra til guðsþjónustu sem er sniðin að því  formi sem væntanlegar fermingarguðsþjónstur munu hafa. Við fáum einn og einn hóp í Lágafellskirkju á hverjum sunnudegi og er hverjum hópi boðið sérstaklega. Þetta er þriðji sunnudagurinn í röð sem þessi háttur verður hafður á. Sunnudagaskólanum verður að þessu sinni streymt frá nágrannakirkju okkar og birtist hér í spilaranum að neðan kl. 13:00 sunnudaginn 31. janúar.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

28. janúar 2021 16:03

Deildu með vinum þínum