Æskulýðsfélagið ósoM, starf fyrir 8. – 10. bekk ætlar að taka þátt í LIVE landsmóti ÆSKÞ (Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar) laugardaginn 14. nóvember milli kl. 11 – 18:30! Þó að við hittumst rafrænt hver í sínu horni þá verður dagskráin mögnuð, bæði inni og úti en hægt er að skoða hana nànar inná aeskth.is. Allir hressir unglingar í 8. – 10. bekk sem vilja vera með geta skrá sig hjá: bogi@lagafellskirkja.is

Mótið er að sjálfsögðu ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig svo við getum haft yfirlit og samband við krakkana. Við æskulýðsleiðtogar lofum rafrænu stuði á þessum skrítnu tímum og ætlum að hafa gaman!

Bogi Benediktsson

1. nóvember 2020 11:31

Deildu með vinum þínum