Röskun verður óhjákvæmileg í safnaðarstarfinu í Mosfellsprestakalli vegna Covid-19 faraldursins. Tilmælum verður fylgt í hvívetna frá stjórnvöldum og við í Mosfellsprestakalli fylgjumst með, vonum og biðjum.

Mosfellsprestakall hefur ákveðið að FELLA niður í allan október: 

  • Guðsþjónustur – streymt á facebook eða tekið upp og sett á netið
  • Allt starf fyrir fullorðna, bænahópar, kórar, 12 spor og AA fundi – í staðinn notast við fjarfundarbúnað eða streymi ef möguleiki er

Það sem fer í hlé í tvær vikur, til mánudagsins 19. október – staðan endurskoðuð eftir starfsmannafund og auglýst nánar þriðjudaginn 20. október

  • Sunnudagaskóli
  • Æskulýðsfélagið ósoM
  • Kórskóli Lágafellskirkju – sem átti að hefjast mánudaginn 12. október
  • Fermingarfræðsla

Göngum á Guðs vegum, hlýðum Víði og við erum öll Almannavarnir.

Bogi Benediktsson

8. október 2020 11:41

Deildu með vinum þínum