Upphaf sunnudagaskólans verður í Lágafellskirkju 20. september kl. 13 og verður ávallt á sama tíma í vetur. Þar ætlum við að syngja, dansa, heyra sögu, sjá brúðuleikrit og myndband og leikir! Krakkarnir fá fjársjóðskistu og mynd í gjöf frá kirkjunni. Umsjón: Bogi, Petrína og Þórður.

Allir velkomnir! Og að sjálfsögðu gætum við að sóttvörnum.

Hins vegar fyrr um daginn í Lágafellskirkju verða síðustu fermingarguðsþjónusturnar fyrir fermingarungmenni ,,vorsins“. Vegna sóttvarnar ástæðna eru fermingarguðsþjónusturnar aðeins ætluð fermingarungmennunum og fjölskyldum þeirra.

Sem þýðir að hefðbundið helgihald í Mosfesllsprestakalli byrjar aftur sunnudaginn 27. september kl. 11 og þá samkvæmt venju er guðsþjónusta í Mosfellskirkju. Hlökkum til að sjá ykkur þar!

Bogi Benediktsson

17. september 2020 16:19

Deildu með vinum þínum