Fyrstu fermingar þessa síðsumars verða í Lágafellskirkju laugardaginn 22. ágúst og sunnudaginn 23. ágúst. Segja má að fátt sé hefðbundið við athafnirnar. Í stað tveggja athafna eins og gert var ráð  fyrir verða fimm athafnir.  4 – 8 börn fermd í hver athöfn og foreldrum og gestum sniðinn þröngt stakkur og fáir fá að fylgja hverju barni. Það verður þó engu að síður gleði þegar börnin ganga fram fyrir altarið og segja já við því að fylgja Jesú Kristi. Báðir prestar safnaðarins sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn þjóna í athöfnunum og Þórður Sigurðarson organist sér um tónlistina. Sigrún Harðardóttir spilar á fiðlu. Byndís Böðvarsdóttir er meðhjálpari og Hákon Darri Egilsson úr æskulýðsstarfi kirkjunnar aðstoðar.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

19. ágúst 2020 16:21

Deildu með vinum þínum