Lágafellssókn í Mosfellsbæ auglýsir lausa til umsóknar stöðu æskulýðsfulltrúa. Um er að ræða nýtt 50%  starf,  frá og með 15. ágúst 2020.

Æskulýðsfulltrúi tekur þátt í mótun, skipulagningu og annast barna og æskulýðsstarf í Lágafellssókn.

Æskilegt er að æskulýðsfulltrúi hafi uppeldis-, leiðtoga-, djákna- eða guðfræðimenntun og/eða haldgóða reynslu sem nýtist í starfi. Jákvætt viðhorf til kirkjustarfs er forsenda fyrir velgengni í starfi. Umsækjandi þarf að geta sýnt frumkvæði og unnið sjálfstætt.

Með umsókn veitir umsækjandi Lágafellssókn heimild til að afla sakarvottorðs.

Nánari upplýsingar um starfslýsingu æskulýðsfulltrúa er að finna með því að smella hér.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Rafn Jónsson, formaður sóknarnefndar í síma 896 8916 og/eða   sr. Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur safnaðarins, í síma 869 9882.

Umsóknir ber að senda rafrænt á netfangið: lagafellskirkja@lagafellskirkja.is

Umsóknarfrestur er til og með 1. ágúst 2020

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

11. júlí 2020 20:43

Deildu með vinum þínum