Nú eru hafnir dagar sem ganga undir mörgum nöfnum en oftast Bænadagar/dymbilvika.
Það er okkur í Lágafellskirkju sönn ánægja að kynna fyrir ykkur samstarf okkar við Leikfélag Mosfellsbæjar.
Á hverjum degi fram að páskum munu leikarar úr leikfélaginu lesa fyrir okkur einn af passíusálmum Hallgríms Péturssonar.

Fyrsti lesturinn kemur frá Herdísi Rögnu og les hún sálm 45.
Við vonum að þið getið notið með okkur.

 

Bogi Benediktsson

6. apríl 2020 19:40

Deildu með vinum þínum