Í dag þann 4. apríl eru 55 ár síðan Mosfellskirkja var vígð við hátíðlega athöfn.

Ragnar Emilsson teiknaði kirkjuna. Þríhyrningsformið er ráðandi í byggingunni og vísar til heilagrar þrenningar, faðir, sonur og heilagur andi.

Stefán Þorláksson, sem ólst upp á Hrisbrú og bjó alla tíð í Mosfellsdal, gaf með erfðaskrá sinni eigur sínar til að endurreisa Mosfellskirkju.

Þannig uppfyllti hann gamla drauma Mosfellinga, sem höfðu séð á eftir kirkju sinni úr dalnum þegar hún var tekin niður 1888 og ný kirkja reist að Lágafelli 1889.

Hafði þá kirkja verið í Mosfelldal frá því að kristni var lög leidd á Íslandi, fyrst á Hrísbrú og frá 12.öld á Mosfelli.

Í tilefni vígsluafmælis settum við hér inn smá fróðleik um kirkjuklukkuna fornu í Mosfellskirkju, sem tekin er úr bók Halldórs Laxness Innansveitarkroniku.

Bogi Benediktsson

4. apríl 2020 13:00

Deildu með vinum þínum