Þá er fermingum að mestu leyti lokið hjá okkur i Lágafellssókn og hefðbundið helgihald tekur við. Að venju verður guðsþjónusta í Mosfellskirkju síðasta sunnudaginn í mánuðinum, 28. apríl kl. 11:00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir dyggri stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Meðhjálpari er Hildur Salvör Backman. Verið öll hjartanlega velkomin!