Þá er fermingum að mestu leyti lokið hjá okkur i Lágafellssókn og hefðbundið helgihald tekur við. Að venju verður guðsþjónusta í Mosfellskirkju síðasta sunnudaginn í mánuðinum, 28. apríl kl. 11:00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir dyggri stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Meðhjálpari er Hildur Salvör Backman. Verið öll hjartanlega velkomin!

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

23. apríl 2019 16:00

Deildu með vinum þínum