Gleðin heldur áfram hjá okkur í Lágafellskirkju í Mosfellsbænum um næstu helgi því 31. mars næstkomandi verða tvær fermingarathafnir í Lágafellskirkju. Sú fyrri er kl. 10:30 og sú síðari kl. 13:30. Í athöfnunum fermast alls 21 barn. Báðir prestar safnaðarins þjóna við athafnirnar, sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir organisti sóknarinnar, Þórður Sigurðarson. Jón Magnús Jónsson syngur einsöng. Meðhjálpari er Hildur Salvör Backman.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

28. mars 2019 13:08

Deildu með vinum þínum