Á fundi sóknarnefndar Lágafellssóknar 19. febrúar var tekin ákvörðun um breyttan opnunartíma í safnaðarheimilinu að Þverholti 3. Safnaðarheimilið verður framvegis lokað á mánudögum. Þriðjudaga til föstudaga verður safnaðarheimilið opið frá 9:00 til 13:00 yfir vetrartímann.