Í tengslum við kærleiksviku í 11 – 17. febrúar í Mosfellsbæ verður heilunarguðsþjónusta í Lágafellskirkju fimmtudaginn 14. febrúar kl. 20:00. Heilunarguðsþjónustur hafa verið haldnar í kirkjunni í nokkur ár undir yfirskriftinni , Leyfðu höndum Guðs að snerta við þér. Vigdís Steinþórsdóttir leiðir hóp heilara og er hún einn af skipuleggjendum kærleiksvikunnar. Svava Kristín Ingólfsdóttir söngkona og Þórður Sigurðarson organisti sjá um hugljúfa og nærandi tónlist. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir helgihaldið og Hildur Backman er meðhjálpari. Í guðsþjónustunni leggjum við hvort annað og okkur sjálf í hendur Guðs með tilbeiðslu, handayfirlagningu, söng og smurningu. Verið öll hjartanlega velkomin.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

12. febrúar 2019 12:10

Deildu með vinum þínum