Farskóli leiðtogaefna þjóðkirkjunar kom í Lágafellskirkju og hélt þar eina kennslustund í seinustu viku. Skólinn er samstarfsverkefni ÆSKR, ÆSKK, ÆSKÞ og Biskupsstofu.
Farskólinn er haldinn í mismunandi kirkjum í hvert skipti sem að hann hittist og er er þessvegna kallaður farskóli. Frá Lágafellskirkju er einn nemandi, Petrína sem er ungleiðtogi í SOUND, við hlökkum mikið til að fá að starfa meira með henni í framtíðinni.
Farskólinn leggur áherslu á að kenna nemendum um hvernig á að bera sig í leiðtogahlutverkinu. Þar fá nemendur þjálfun í að koma fram fyrir framan hópa og tala, hvernig á að bregðast við upplýsingum frá þátttakendum og læra hina ýmsu leiki.
Í þessari kennslustund var farið yfir þekkingu þeirra á biblíunni og að það sé í lagi að segja ég veit það ekki og leita svo að svarinu eftirá.

Við þökkum Farskólanum kærlega fyrir komuna og hlökkum til að fá þau aftur til okkar.