Í tilefni af 70 ára stórafmæli Kirkjukórs Lágafellssóknar verður boðið til Laxnesveislu á Gljúfrasteini í Mosfellsdal, sunnudaginn 28. október kl. 15:00. Þar mun kórinn ásamt Þórði Sigurðarsyni organista sóknarinnar halda tónleika til heiðurs skáldinu á Gljúfrasteini, Halldóri Kiljan Laxnes. Sungin verða lög við ljóð Halldórs og valdir kaflar úr verku hans lesnir upp. Kirkjukórinn hvetur hvetur Mosfellinga til að njóta og fagna með sér á þessum merku tímamótum.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

23. október 2018 12:56

Deildu með vinum þínum