Það er okkur hér í Lágafellssókn sönn ánægja að tilkynna að nýr æskulýðsfulltrúi hefur verið ráðinn við söfnuðinn. Hún heitir er Berglind Hönnudóttir, fædd 1994 og tók við starfinu 7. ágúst.
Berglind er með BA próf í guðfræði og hefur lokið leiðtoganámskeiðum þjóðkirkjunnar, KFUFK og Rauða krossins. Hún hefur tekið þátt í fjölda námskeiða vegna æskulýðsmála og starfað að æskulýðsmálum innan kirkjunnar og KFUM/K síðustu 10 ár. Þá er hún mjög virk í félagsmálum, m.a. sem snerta ungt fólk og hefur setið á kirkjuþingi ungafólksins og verið áheyrnarfulltrúi á Kirkjuþingi. Þá er Berglind í stjórn ÆSKÞ og tók þátt í að endurvekja Æskulýðssamband Kjalarnesprófastdæmis, ÆSKK og situr þar í stjórn. Berglind býr á Kjalarnesi ásamt unnusta sínum og tveimur börnum.

Berglind mun hafa yfirumsjón með barna og æskulýðsstarfi safnaðarins og við bjóðum hana hjartanlega velkomna.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

22. ágúst 2018 10:48

Deildu með vinum þínum