Heilunarguðsþjónusta undir yfirskriftinni ,,Leyfðu höndum Guðs að snerta við þér“ verður í Lágafellskrikju miðvikudaginn 16. maí kl. 20. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, þjónar fyrir altari og leiðir heilunarguðsþjónustuna. Organisti er Þórður Sigurðarson og Svava Kristín Ingólfsdóttir söngkona leiðir söng og syngur einsöng. Í athöfninni verður söngur, bæn, handaryfirlagning og smurning. Vigdís Steinþórsdóttir leiðir hóp heilara sem koma sér fyrir á nokkrum stöðu í kirkjunni og leggja hendur yfir kirkjugesti og smyrja þau með blessaðri olíu í lokin. Verið öll velkomin !

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

16. maí 2018 19:13

Deildu með vinum þínum