Æskulýðsguðsþjónusta verður í Lágafellskirkju í tilefni af æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar sunnudaginn 4. mars kl. 11:00. Í guðsþjónustunni flytja krakkar úr æskulýðsstarfinu Sound frumsamdar bænir og stúlkur úr Listaskóla Mosfellsbæjar syngja. Léttir æskulýðssöngvar og prédikun um það hvernig boðskapur kristinnar trúar getur leynst á ótrúlegustu stöðum. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir helgihald ásamt Guðjóni Andra Rabbevåg Reynissyni æskulýðsfulltrúa Lágafellssóknar og Þórður Sigurðarson leiðir tónlistina.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 13:00 í Lágafellskirkju. Umsjón Hreiðar Örn og Þórður organisti.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

1. mars 2018 10:34

Deildu með vinum þínum