Sunnudagaskólinn er alla sunnudaga í Lágafellskirkju kl. 13:00 yfir vetrartímann. Þar syngjum við létta söngva, heyrum sögur úr biblíunni og margt fleira. Sunnudaginn 8. október munum við setja niður haustlauka að aflokinni léttri stund í kirkjunni. Allir eru hjartanlega velkomnir. Umsjón með sunnudagaskólanum í vetur hafa þeir Hreiðar Örn og Þórður, organisti.

Sjáumst hress

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

7. október 2017 14:29

Deildu með vinum þínum