Næsta sunnudag verður guðsþjónusta með dönsku ívafi í Lágafellskirkju kl. 11.00. Von er á æskulýðshóp frá Danmörku sem tekur þátt í athöfninni. Ritningarlestrar lesnir bæði á íslensku og dönsku, danski og íslenskir sálmar  og Hreiðar Örn Zoega prédikar bæði á dönsku og íslensku. Prestur er Arndís G. Bernhardsdóttir Linn. Organisti er Kjartan Jósefsson Ognibene og Bryndís Eva Erlingsdóttir leiðir safnaðarsöng. Verið öll velkomin.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

6. júlí 2017 12:06

Deildu með vinum þínum