Síðasta sunnudag hvers mánaðar er guðsþjónusta í Mosfellskirkju. Nú verður hún 30. apríl kl.11:00. Að þessu sinni koma Vorboðarnir , kór eldriborgara í Mosfellsbæ í heimsókn og leiða safnaðarsöng undir stjórn Hrannar Helgadóttur organista og stjóranda sínum. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir guðsþjónustuna. Verið öll hjartanleg velkomin !

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

26. apríl 2017 14:35

Deildu með vinum þínum