Á Skírdag, 13. apríl verða tvær fermingarguðsþjónustur í Lágafellskirkju. Sú fyrri er kl. 10:30 og í henni fermast 16 börn. Sú síðari er kl. 13:30 og þá munu 10 börn játa Jesú Krist sem leiðtoga í lífi sínu. Báðir prestar safnaðarins, Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjóna í athöfninni. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Kjartans Jósefssonar Ognibene. Hanna Björk Símonardóttir syngur einsöng og Símon Karl Sigurðarson leikur á Klarinett. Meðhjálpari er Hildur Backman.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

12. apríl 2017 10:12

Deildu með vinum þínum