„Rising strong“  7 vikna vinnustofa á vegum Lágafellskirkju. Byggt á kenningum Dr Brené Brown. Rising Strong™  vinnustofa er sjálfstætt framhald námskeiðsins Stígur hugrekkis sem haldið var í Lágafellskirkju fyrir jól.

Hvenær:  laugardaginn 21. janúar frá kl. 9:30-14 og næstu sex þriðjudag frá og með 24.1 frá kl.17:30 – 20.

Með því að rýna í sögur okkar af „ósigrum“ fáum við annað tækifæri til að læra af reynslunni og skrifa nýjan, hugrakkan, endi. Aðferðafræðin byggir á rannsóknum Brene Brown, sem hefur hannað námskeið byggt á fræðum sínum og þjálfað fólk upp í að nota það. Ragnhildur Vigfúsdóttir er CDWF (Certified Daring Way Facilitator) og hefur leyfi til að kenna efnið.

Á vinnustofunni könnum við þætti eins og berskjöldun, hugrekki, skömm og verðugleika. Við könnum hvaða hugsanir, hegðun og tilfinningar hamla okkur og greinum hvernig nýtt val og nýjar venjur geta hjálpað okkur að lifa betra lífi, sátt við okkur sjálf eins og við erum. Áhersla er lögð á að auka seiglu og viðbrögð við skömm og þróa daglegar venjur sem geta breytt því hvernig við lifum, elskum, ölum upp börnin okkar og styrkjumst sem leiðtogar. Hægt er að lesa nánar um námskeiðið hér. 

Hvar: Safnaðarheimili Mosfellsprestakalls, Þverholti 3, Mosfellsbæ

Leiðbeinandi: Ragnhildur Vigfúsdóttir, markþjálfi og CDWF

Verð: 21.000  Skráning hjá: sr.Ragnheiði Jónsdóttur, í síma 5667113 eða á netfangið: ragnheidur.jonsdottir@kirkjan.is

Það er kostur að hafa lokið vinnustofunni  „Stígur Hugrekkis“ en er ekki skilyrði til þátttöku.

Takmarkaður fjöldi – skráning er nauðsynleg!   Hjartanlega velkomin að taka þátt!

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

12. janúar 2017 10:34

Deildu með vinum þínum