Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 11. desember kl. 11:00. Mosfellskórinn kemur ásamt stjórnanda sínum Vilberg Viggósyni og syngur nokkur jólalög í athöfninni. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir almennan söng ásamt Kjartani Jósefssyni Ognibene organista. Prestur er Arndís G. Bernhardsdóttir Linn. Yfirskrift prédikunar er Þau sem ryðja veginn. Verið öll hjartanlega velkomin.