Kyrrðardagar að hausti í Mosfellskirkju.

Stuttir kyrrðardagar munu fara fram í haust í fallegu umhverfi Mosfellskirkju. Þar verður Kyrrðarbænin, kristin íhugun, iðkuð. Fyrri dagurinn er 24. september og síðari dagurinn er 1. október. Dagarnir eru frá 9 – 12 og prestar safnaðarins sjá um þá. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir sér um þann fyrri og sr. Arndís Linn þann síðari. Þátttaka er ókeypis. Til að skrá sig er fólki bent á að senda línu á ragnheidur.jonsdottir (hjá) kirkjan.is eða arndis.linn (hja) kirkjan.is.

 

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

29. september 2016 09:38

Deildu með vinum þínum