Heilunarguðsþjónusta verður haldin í Lágafellskirkju föstudaginn 16. september kl. 20:00. Heilunarguðsþjónustur hafa verið haldnar um nokkura ára skeið og að þeim koma, auk prestsins, sr. Ragnheiðar Jónsdóttur kærleikhópur leiddur af Vigdísi Steinþórsdóttur. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti leikur á orgelið og Svava Kristín Ingólfsdóttir leiðir safnaðarsöng. Meðhjálpari er Hildur Backmann.  Yfirskrift heilunarguðsþjónustunnar eru orð úr Lúkasarguðspjalli, ,, Hann sendi þá að boða Guðríki og græða sjúka.“

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

15. september 2016 12:44

Deildu með vinum þínum