Að venju er haldin guðsþjónusta í Mosfellskirkju síðasta sunnudag í mánuði og nú verður hún 24. apríl kl. 11:00. Prestur er sr. Kristín Pálsdóttir. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Ragnars Jónssonar organista. Þessi guðsþjónusta er jafnframt sú síðasta sem sr. Kristín leiðir í Mosfellsprestakalli en hún hefur leyst af í sókninni síðan 1. nóvember. Verum öll hjartanlega velkomin.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

18. apríl 2016 12:29

Deildu með vinum þínum