Nýr prestur í Mosfellsprestakalli
Biskup Íslands hefur skipað Arndísi Linn í embætti prests í Mosfellsprestakalli frá 1. maí að afloknum kosningum sem fóru fram í mars mánuði.
Hlaut Arndís G. Bernhardsdóttir Linn meirihluta greiddra atkvæða.
Bjóðum nýjan prest velkomna til þjónustu.

Innsetningarmessa verður sunnudaginn 1.maí kl.17. Þórhildur Ólafs, prófastur setur Arndísi G.Bernharðsdóttur Linn inn í embætti prests í Mosfellsprestakalli. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir, sóknarprestur aðstoðar. Kaffiveitingar á eftir í boði sóknarnefndar. Kirkjukór Lágafellssóknar og Skólakór Varmárskóla syngja, organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson

Sóknarnefndin

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

15. apríl 2016 09:03

Deildu með vinum þínum