Nú styttist í fermingar í Mosfellsprestakalli. Fermingarfræðslan er í fullum gangi og undirbúningur á lokastigum. Síðastliðið vor skráðu börnin sig á fermingardaga í sérstakri guðsþjónustu fyrir fermingarbörn sem tókst sérlega vel. Að þessu sinni verða börnin fermd í 9 athöfnum sem fara fram á tímabilinu 20. mars til og með 17. apríl. Nú eru listar yfir fermingarbörn og fermingardaga aðgengilegir hér á heimsíðunni.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

9. febrúar 2016 13:38

Deildu með vinum þínum