Ár hvert taka fermingarbörn í Lágafellssókn þátt í söfnun hjálparstarfs kirkjunnar sem er á landsvísu. Peningarnir eru nýttir til styrktar vatnsverkefna hjálparstarfs kirkjunnar í þremur löndum í Afríku, Malaví, Úganda og Eþíópíu.  Fyrir söfnunina fá börnin fræðslu um aðstæður í löndum Afríku, sérstaklega um skort á hreinu vatni. Þau heyra um árangur af verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar, hvernig hægt er að safna rigningarvatni og grafa brunna sem gjörbreytir lífinu til hins betra. Sjúkdómum og dauðsföllum fækkar, stelpur komast frekar í skóla, þegar þær eru ekki uppteknar við að sækja vatn, margar ferðir, margra km leið, og mæður fá meiri tíma til uppeldis og ræktunar. Með því að ganga í hús gefa þau Mosfellingum tækifæri til að leggja sitt af mörkum til aðstoðar þeim sem ekki hafa aðgang að hreinu vatni.

Í ár  fer söfnunin fram 12. nóvember, börnin ganga í hús mill 17:30 – 20:00.

Upplýsingar um söfnunarátakið má finna með því að fara á heimasíðu hjálparstarfs kirkjunnar

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

11. nóvember 2015 13:20

Deildu með vinum þínum