Organisti – tónlistarstjóri  Lágafellssóknar

Lágafellssókn í Mosfellsbæ auglýsir lausa til umsóknar stöðu organista / tónlistarstjóra. Um er að ræða fullt starf.

Hæfniskröfur:

Umsækjandi þarf að hafa menntun og reynslu í orgelleik sem og kórstjórn á sviði kirkjutónlistar. Reynsla af fjölbreyttu tónlistarstarfi er kostur.  Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi einnig reynslu af og sé tilbúinn til að starfa með ungu fólki, hafi hæfni í mannlegum samskiptum og sýni sveigjanleika í starfi. Umsækjandi þarf að vera virkur samstarfsmaður í sívaxandi safnaðarstarfi sóknarinnar. Æskilegt er að umsækjandi  hefji störf sem fyrst, í síðasta lagi  1. desember næstkomandi.

Skil umsókna:

Umsóknum ásamt afritum af prófskírteinum og ferilskrá skal skila eigi síðar en 18. september 2015. Frekari upplýsingar um starfið veita sóknarprestur sr. Ragnheiður Jónsdóttir og framkvæmdastjóri Lágafellssóknar Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson.

Umsóknir sendist til: Lágafellssókn, Þverholti 3, 270 Mosfellsbæ.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

4. september 2015 11:24

Deildu með vinum þínum