Þá er komið að því að foreldramorgnar hefjist aftur í safnaðarheimilinu eftir sumarfrí. Eins og verið hefur síðastliðin ár eru foreldramorgnar á miðvikudögum milli 10 og 12 og fyrsti dagurinn er 2. september. Foreldramorgnar eru öllum opnir og hver og einn kemur á eigin tíma og eigin forsendum. Einu sinni í mánuði er fræðsla af einhverju tagi og liggur dagskráin frammi uppúr miðjum september. Í safnaðarheimilinu er góð aðstaða bæði fyrir foreldra, börn og barnavanga en hægt er að láta börnin sofa úti í vögnunum á svölunum. Kirkjan býður hóflegar veitingar í formi morgunkaffis og meðlætis. Sjáumst í safnaðarheimilinu !

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

1. september 2015 13:32

Deildu með vinum þínum