Sunnudaginn 19 júlí flytjum við helgihaldið í Lágafellssókn út undir beran himinn og tökum þátt í pílagrímagöngu frá Neðra – Apavatni til Skálholts á Skálholtshátíð.

Gangan er hluti af 6 daga pílagrímagöngu frá Bæjarkirkju í Borgarfirði til Skálholts, sem skipulögð er af Pílagríma – félaginu. (sjá nánar dagsskrá www.pilagrimar.is og Facebooksíðu Pílagríma).

Við förum frá Mosfelli kl. 7.45 að Neðra – Apavatni í eigin bílum. Hægt er að sameinast í bíla.  Kl. 9:00 verður safnast saman við upplýsingaskilti Pílagríma við veginn að Laugarvatni, skammt frá bænum Neðra-Apavatni (N64°08.397′ W20° 42.895′). Gengið í Skálholt (N64° 07.514′ W20° 31.479′ ) Tiltölulega auðveldur áfangi. 14.7 km.

Gengið til messu á Skálholtshátið. Kaffisamsæti að henni lokinni. Áhugasamir hafi sambandi við sr.Ragnheiði í síma 869-9882 eða mæta við Neðra – Apavatn.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

9. júlí 2015 10:48

Deildu með vinum þínum