Að venju er síðasta guðsþjónusta mánaðarins í Mosfellskirkju. Þannig er einnig sunnudaginn 28. júní en þá verður guðsþjónusta með einföldu sniði í Mosfellskirkju kl. 11:00. Sr. Skírnir Garðarsson þjónar fyrir altri. Organisti er Arnhildur Valgarðsdóttir og með henni verður forsöngvari.