Bjakri Bjarnason flytur erindi og ræðir um bókina 16. febrúar. Í tilefni af 50 ára afmæli Mosfellskirkju í apríll býður Lágafellssókn til samverustunda um bók Halldórs Laxness, Innansveitakróniku, þrjá mánudaga í febrúar kl.17 í Mosfellskirkju.Flestir hafa vonandi lesið bók Halldórs Laxness, „ Innansveitakróniku“ eða ,,fáein blöð um týnda smámuni í Mosfellssveit“ eins og hann kallar hana líka.Við veljum að kalla það leshóp á léttum nótum . Allt áhugafólk um bókina er velkomið.
Þann 9.febrúar kl. 17-18:30 – spjallað og rýnt í bókina.
Þann 16. febrúar kl.17-18:30 – Bjarki Bjarnason flytur erindi og ræðir um bókina.
Þann 23. febrúar kemur Jón Kalman, skáld og segir frá og spjallar um bókina.
Sr.Ragnheiður Jónsdóttir hefur umsjón. Allir hjartanlega velkomnir!

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

13. febrúar 2015 15:11

Deildu með vinum þínum