Bjakri Bjarnason flytur erindi og ræðir um bókina 16. febrúar. Í tilefni af 50 ára afmæli Mosfellskirkju í apríll býður Lágafellssókn til samverustunda um bók Halldórs Laxness, Innansveitakróniku, þrjá mánudaga í febrúar kl.17 í Mosfellskirkju.Flestir hafa vonandi lesið bók Halldórs Laxness, „ Innansveitakróniku“ eða ,,fáein blöð um týnda smámuni í Mosfellssveit“ eins og hann kallar hana líka.Við veljum að kalla það leshóp á léttum nótum . Allt áhugafólk um bókina er velkomið.
Þann 9.febrúar kl. 17-18:30 – spjallað og rýnt í bókina.
Þann 16. febrúar kl.17-18:30 – Bjarki Bjarnason flytur erindi og ræðir um bókina.
Þann 23. febrúar kemur Jón Kalman, skáld og segir frá og spjallar um bókina.
Sr.Ragnheiður Jónsdóttir hefur umsjón. Allir hjartanlega velkomnir!