Hið árlega aðventukvöld Lágafellssóknar verður haldið í Lágafellskirkju, sunnudaginn 7. desember kl. 20:00. Að venju verður mikið um dýrðir og meðal tónlistaflytjenda eru Kristín R. Sigurðardóttir, Bjarni Atlason, Kristín Lárusdóttir, Sigrún Harðardóttir, Matthías Stefánsson, Skólakór Varmárskóla undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarsson og Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti er Arnhildur Valgarðsdóttir. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir leiðir stundina. Ræðukona kvöldsins er María Pálsdóttir leikkona. Að aðventudstundinni lokinni verða kaffiveitingar í boði Lágafellssóknar í safnaðarheimilinu að Þverholti 3, 3. hæð.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

3. desember 2014 13:23

Deildu með vinum þínum