Kyrrðardagur á Mosfelli – ,,Gríptu daginn“ í kyrrð í dal skáldanna

Þú ert hér: ://Kyrrðardagur á Mosfelli – ,,Gríptu daginn“ í kyrrð í dal skáldanna

Það er orðin hefð að bjóða upp á kyrrðardag í Mosfellskirkju að vori og hausti og á aðventunni.
Þessi hefð er hluti af öflugu starfi sem margir hafa komið að til að kynna og kenna „Kyrrðarbænina“ – Centering Prayer. Þessi bæn sem er hugleiðslubæn leiðir til dýpri tengsla við Guð. Það er eins og að eignast góðan vin, öðlast vinarsamband sem maður ræktar með endurteknum samverustundum, sem efla og dýpka kynnin, veita meiri þekkingu, efla umhyggju og væntumþykju og er órjúfanlegur hluti af lífinu. Það styrkir lífið, eflir trú og traust.
Það er gleðilegt að upplifa þá gjöf sem andinn færir, alla þá hópa sem hafa myndast síðustu ár, af fólki sem er knúið áfram af löngun til að styrkja tengsl sín við Guð. Á þeirri vegferð sem iðkan „Kyrrðarbænarinnar“ er, áttar maðurinn sig á að það samband sem hann hélt að hefði rofnað eða saknaði var alltaf til staðar og hverfur aldrei. Guð er.

Við bjóðum þér að slást með í hópinn. Á heimasíðunni www.kristin íhugun má nálgast upplýsingar um hvar kyrrðarbænarhópana er að finna. Þar er einnig að finna upplýsingar um margt annað efni um „kyrrðarbænina“ á íslensku og ensku.

Vertu velkomin að taka þátt í kyrrðardeginum í Mosfellskirkju þ.4.október kl.9-16.

Umsjón með deginun hafa Ragnheiður Jónsdóttir og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir Nánari upplýsingar og skráning fyrir daginn hjá sr.Ragnheiði Jónsdóttur, s.8699882.

Komdu fagnandi

By | 2014-09-25T11:41:59+00:00 25. september 2014 10:40|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kyrrðardagur á Mosfelli – ,,Gríptu daginn“ í kyrrð í dal skáldanna