Síðustu fermingar á Skírdag

Þú ert hér: ://Síðustu fermingar á Skírdag

Síðustu fermingar vorsins 2014 verða í Lágafellskirkju á Skírndag. Fyrri athöfnin hefst kl. 10:30 og þá fermast 14 börn og sú síðari er kl. 13:30 og í þeirri athöfn fermast 15 börn. Báðir prestar safnaðarins , sr. Skírnir Garðarsson og sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjóna í athöfnunum. Kirkjukór Lágafellskirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur Organista. Í báðum athöfnum syngur Jón Magnús Jónsson einsöng og Greta Salóme Stefánsdóttir leikur á fiðlu. Meðhjálpari er Rut G. Magnúsdóttir.

By |2014-04-14T14:13:15+00:0014. apríl 2014 14:09|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Síðustu fermingar á Skírdag