Fermingardagar og athafnir fyrir árið 2015

Í maí mun Lágafellssókn bjóða börnum fæddum 2001 til sérstakrar skráningarguðsþjónustu þar sem byrjað verður að taka við skráningum fyrir fermingar næsta árs. Um leið og börnin skrá sig til fermingar velja þau sér fermingardag. Síðastliðin ár hefur dreifing verið mjög jöfn á fermingardagana og því er hægt að gera ráð fyrir að börnin fái þann dag sem þau velja.

Fermingarathafnir fyrir vorið 2015 verða sem hér segir:

  • 22. mars Lágafellskirkja kl. 10:30 og 13:30
  • 29. mars Lágafellskirkja kl. 10:30 og 13:30
  • 2. apríl Lágafellskirkja 10:30 og 13:30
  • 12. apríl Lágafellsskirkja 10:30 og Mosfellskirkja 13:30
  • 19. apríl Lágafellsskirkja 10:30 og Mosfellskirkja 13:30

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

18. febrúar 2014 11:36

Deildu með vinum þínum