Fimmtudagskvöldið 30. janúar verður Laxnesskvöld Kirkjukórs Lágafellssóknar í Lágafellskirkju  kl 20:00.
Jón Magnús Jónsson frá Reykjum, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir og Særún Harðardóttir syngja mörg af ástsælustu ljóðum skáldsins við lög ýmissa tónskálda ásamt Kirkjukór Lágafellssóknar undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Brynhildur Ágeirsdóttir leikur á þverflautu. Félagar úr kirkjukórnum lesa valda kafla úr Heimsljósi. Óvæntur gjörningur í lok kvöldsins. Aðgangur ókeypis.

 

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

28. janúar 2014 11:55

Deildu með vinum þínum