Hægt er að fá ljósakrossa á leiði í kirkjugörðum Lágafellssóknar. Þeir sem hafa áður fengið slíka þjónustu fá greiðsluseðla senda.

Aðstandendur nýrra leiða geta haft samband við Rafþjónustuna í gegnum netfangið ingi(hja)rafthjonusta.is eða í síma 892 1133. Verð fyrir þessa þjónustu er 7.900 kr fyrir jólin 2013.

Kirkjugarðar Lágafellssóknar  leggja áherslu á að jólaskreytingar á leiðum séu alfarið gerðar úr lífrænum efnum. Eftir áramót er slíkum skreytingum fargað með vistvænum hætti. Með því að leggja áhersu á notkun vistvænna jólaskreytinga stuðla Kirkjugarðarnir að aukinni endurvinnslu, minni förgun sorps og sparnaði.

Vistvænar jólaskreytingar eru eingöngu búnar til úr efnum sem brotna auðveldlega niður og hægt er að setja beint í jarðgerð. Þær innihalda ekki plastefni, málma eða steinefni. Festingar í samsettum skreytingum skulu helst vera þráður eða band úr lífrænu efni (t.d. hör eða bómull). Óhætt er þó að nota blómavír ef hann er grannur og ekki í miklu magni.

Vistvænar jólaskreytingar má kaupa í ýmsum blómaverslunum eða búa þær til sjálfur

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

6. desember 2013 11:51

Deildu með vinum þínum