Næstkomandi mánudag 11. nóvember ganga fermingarbörn milli 18:00 og 20:00 í hús í Mosfellsbæ og safna peningum til styrktar fátækum í Afríku. Söfnunin er fastur liður í fermingarstarfi á öllu Íslandi og í ár leggja fermingarbörn ú 64 sóknum átakinu lið. Börnin safna peningum fyrir vatnsverkefnum í þremur löndum í Afríku: Malaví, Úganda og Eþíópíu í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar á Íslandi. Í vikunni áður munu fermingarbörnin fræðast um og sjá myndir frá lífi og starfi barna í Afríku.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

6. nóvember 2013 12:05

Deildu með vinum þínum