Bænahópur með áherlsu á Kyrrðarbæn / Centering Prayer verður starfræktur í allt sumar í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ. Bænahópurinn er öllum opinn og hittist á miðvikdögum kl. 17:30 og geta byrjendur mætt kl. 17:00.  Kyrrðarbænin byggir á orðlausri nálgun við Guð, þar sem biðjandinn tekur ákvörðun um að leitast við að opna hjarta sitt fyrir nærveru Guðs og verkan í lífi sínu. Þjálfunin felst síðan í því að læra að leiða hjá sér truflanir sem sækja á þann tíma sem bænin stendur yfir.Kyrrðarbænin er eitt einfaldasta form íhugunarbænar sem um getur og geta allir lært það og stundað. Tilgangur Kyrrðarbænarinnar er sá að dýpka samband okkar við Guð með því að játast nærveru og verkan Guðs innra með okkur í hinu daglega lífi okkar.Allir sem áhuga hafa eru velkomnir í Lágafellskirkju í sumar.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

4. júní 2013 12:33

Deildu með vinum þínum