Sunnudaginn 28.apríl kemur frú Agnes Sigurðardóttir og vísiterar söfnuðinn í Mosfellsprestakalli. Biskupsvísitasían hefst með guðsþjónustu í Lágafellskirkju kl.11.  Biskupinn mun prédika og prestar safnaðarins þjóna fyrir altari.
Eftir athöfnina er kirkjukaffi í Hlégarði í boði Lágafellssóknar. Allir eru hjartanlega velkomnir og gefst tækifæri til að hitta biskup og taka hana tali. Hlutverk biskupsvísitasíu er að auðvelda biskupi að hafa tilsjón með starfi presta og sóknarnefndar í söfnuðinum og  fá yfirsýn yfir starfið í kirkjunni á líðandi stundu. Rætt er við fyrrnefnda aðila og fólkið heima í héraði, blandað geði þar sem spurt  er og svarað. Rætt m.a. um nýjungar  í starfi,  vanda safnaðar  o.fl.  í þeim tilgangi að læra af og bæta. Grundvallandi spurningin er hvort  og hvernig okkur er ágengt með boðun orðins í samfélagi okkar í víðasta skilningi.
Mánudaginn 29.apríl mun biskup þess vegna einnig  fara um söfnuðinn og heimsækja stofnanir í Mosfellsbæ, skóla, Skálatún og Eirhamra og eiga samtal við fólkið.
Hvetjum alla til að fagna góðum gesti, fjölmennum í guðsþjónustu og fáum okkur kaffisopa og spjall á eftir.

Vísitasía biskups Íslands – dagskrá styttri

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

26. apríl 2013 14:55

Deildu með vinum þínum