Næstkomandi sunnudag, þann 14. apríl verður síðast ferming vorsins í Lágafellskirkju að þessu sinni. Þá munu 11 ungmenni úr Mosfellsbænum staðfesta trú sína og gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Skírnir Garðarsson prestar safnaðarins sjá um athöfnina. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng og Jón Magnús Jónsson syngur einsöng. Greta Salóme Stefánsdóttir leikur á fiðlu.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

10. apríl 2013 11:46

Deildu með vinum þínum