Skírdagur er þriðji fermingardagurinn í Lágafellskirkju að þessu sinni. Þann dag eru tvær fermingarathafnir, sú fyrri kl. 10:30 og sú síðari kl. 13:30. Í þessum tveimur hátíðarguðsþjónustum ganga 30 börn að altarinu og játast Jesú sem leiðtoga lífs síns. Báðir prestar sóknarinnar, sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Skírnir Garðarsson þjóna í athöfnunum. Auk þeirra verður sr. Guðný Hallgrímsdóttir einnig í síðari athöfninni.  Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng og auk þeirra syngur Arnþrúður Ösp Karlsdóttir einsöng og Greta Salóme Stefánsdóttir leikur á fiðlu. Organisti er Arnhildur Valgarðsdóttir.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

25. mars 2013 12:49

Deildu með vinum þínum