Heilunarguðsþjónusta verður í Lágafellskirkju, fimmtudagskvöldið 21. febrúar kl. 20:00. Guðsþjónustan er haldin í tilefni Kærleiksviku í Mosfellsbæ. Guðsþjónustan er aðlöguð formi frá „Healing Touch Spiritual Ministry“ í Minneapolis, Minnesota. Prestar eru sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti sér um tónlistina. Græðarar eru Vigdís Hilmarsdóttir og kærleiksdagahópurinn. Kirkjuvörður og meðhjálpari er Arndís Linn. 

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

20. febrúar 2013 14:23

Deildu með vinum þínum