Heilunarguðsþjónusta verður í Lágafellskirkju, fimmtudagskvöldið 21. febrúar kl. 20:00. Guðsþjónustan er haldin í tilefni Kærleiksviku í Mosfellsbæ. Guðsþjónustan er aðlöguð formi frá „Healing Touch Spiritual Ministry“ í Minneapolis, Minnesota. Prestar eru sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti sér um tónlistina. Græðarar eru Vigdís Hilmarsdóttir og kærleiksdagahópurinn. Kirkjuvörður og meðhjálpari er Arndís Linn.