Taubleyjukynning á foreldramorgnum

Þú ert hér: ://Taubleyjukynning á foreldramorgnum

Taubleyjukynning verður á Foreldramorgnum miðvikudaginn 20. febrúar milli 10:00 og 12:00. Tvær ungar mæður í Mosfellsbæ hafa tekið sig til og ætla að koma og kynna fyrir okkur reynslu sína og taubleyjum. Það skal tekið fram að ekki er um sölukynningu að ræða heldur er það áhugi mæðranna sem ræður för. Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, 3.hæð milli 10:00 og 12:00. Umsjón með morgnunum hafa Arndís Linn guðfræðingur og Sigríður Pétursdóttir húsmóðir í safnaðarheimilinu.

By |2013-02-19T13:00:12+00:0019. febrúar 2013 13:00|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Taubleyjukynning á foreldramorgnum